Úr leik Reynis og Skallagríms fyrr í sumar. Ljósm. tfk

Skallagrímur burstaði Reyni

{
  "name": "core/freeform",
  "attributes": [],
  "saveContent": "Skallagrímur og Reynir Hellissandi mættust í A riðli 4. deildar karla í knattspyrnu í gærkvöldi á Skallagrímsvelli í Borgarnesi og unnu heimamenn stórsigur, 6-0. Það var fljótt ljóst hvert stefndi í leiknum því eftir aðeins sjö mínútur hafði Elís Dofri Gylfason skorað tvö mörk með tveggja mínútna millibili. Eftir tæplega hálftíma leik bætti Alexis Alexandrenne við þriðja markinu fyrir Skallana og þannig var staðan í hálfleik.\r\n\r\nÍ byrjun seinni hálfleiks komst Sigurjón Logi Bergþórsson á blað með fjórða marki Skallagríms og Elís Dofri tók þrennuna með stæl þegar hann skoraði fimmta markið á 57. mínútu. Það var síðan Sergio Jorda sem skoraði sjötta og síðasta mark Skallagríms í leiknum, lokastaðan 6-0.\r\n\r\nSkallagrímur er í þriðja sæti riðilsins með 21 stig eftir níu leiki en Reynir H er í neðsta sætinu enn án stiga. Skallagrímur leikur næst á móti KFB á OnePlus vellinum á Álftanesi næsta mánudagskvöld klukkan 20 en Reynismenn taka á móti Árbæ á laugardaginn á Ólafsvíkurvelli og hefst leikurinn klukkan 14.",
  "innerBlocks": []
}
Skallagrímur burstaði Reyni - Skessuhorn