Björn Viktor og Vala María með verðlaunin. Ljósm. af FB síðu Leynis.

Björn Viktor og Vala María klúbbmeistarar Leynis

{
  "name": "core/freeform",
  "attributes": [],
  "saveContent": "Meistaramót golfklúbbsins Leynis á Akranesi var haldið dagana 6. til 9. júlí og aldrei fyrr hefur mótið verið svo fjölmennt eins og í ár. Alls tóku um 170 kylfingar þátt í mótinu en keppt var í tólf flokkum. Vegna veðurspár og aðstæðna á Garðavelli var felld niður umferð dagsins á fimmtudeginum og þá var hávaðarok á lokadegi mótsins.\r\n\r\nÍ meistaraflokki karla tóku ellefu keppendur þátt og varð Björn Viktor Viktorsson í fyrsta sæti á 227 höggum, Kristvin Bjarnason í öðru sæti á 235 höggum og Þórður Emil Ólafsson í því þriðja á 239 höggum. Í meistaraflokki kvenna tóku tvær þátt og varð Vala María Sturludóttir í fyrsta sæti á 247 höggum og Elsa Maren Steinarsdóttir í öðru sæti á 253 höggum.\r\n\r\nBjörn Viktor og Vala María urðu klúbbmeistarar Leynis í fyrsta sinn á ferlinum og eiga framtíðina fyrir sér en Björn Viktor er fæddur árið 2003 og Vala María árið 2008.",
  "innerBlocks": []
}
Björn Viktor og Vala María klúbbmeistarar Leynis - Skessuhorn