{
"name": "core/freeform",
"attributes": [],
"saveContent": "Víkingur Ólafsvík gerði 1:1 jafntefli gegn Haukum úr Hafnarfirði í leik sem fram fór í 2. deildinni á Ásvöllum í Hafnarfirði á föstudagskvöldið. Þegar skammt var til leiksloka stefndi allt í markalaust jafntefli en á 85. mínútu náði Bjartur Bjarmi Barkarson forystunni fyrir Víking og góður sigur blasti við þeim, en því miður náðist það ekki því Andri Steinn Ingvarsson náði að jafna fyrir heimamenn á 88. mínútu og þar við sat. Svekkjandi fyrir Víking að ná ekki að landa sigrinum. Víkingur er nú í níunda sæti deildarinnar með níu stig og næsti leikur liðsins er gegn Ægi frá Þorlákshöfn og fer hann fram á Ólafsvíkurvelli föstudaginn 15. júlí kl. 19:15.",
"innerBlocks": []
}