
Ingi Þór Sigurðsson var hetja Skagamanna í leiknum, en þrátt fyrir að hafa skorað tvennu gegn Víkingi dugði það ekki til.
Grátlegt tap Skagamanna sem rekja má til slapprar byrjunar
{
"name": "core/freeform",
"attributes": [],
"saveContent": "Skagamenn töpuðu 2:3 gegn Víkingum í leik sem fram fór í Víkinni í gær í Bestu deild karla í knattspyrnu. Staðan var ekki vænleg eftir tuttugu mínútna leik hjá Skagamenn en á þeim tíma höfðu Íslands- og bikarmeistararnir skorað tvívegis. Strax á 13. mínútu töpuðu Skagamenn boltanum klaufalega á miðsvæðinu og Logi Tómasson komst einn í gegnum vörn Skagamanna og skoraði með góðu skoti á fjærstöng. Á 20. mínútu fengu Víkingar aukaspyrnu rétt utan vítateigs og skoraði Viktor Örlygur Andrason beint úr spyrnunni í nærhornið.\r\n\r\nAð sama skapi byrjuðu Skagamenn leikinn afar illa. Vantaði allan kraft í liðið og einfaldar sendingar rötuðu ekki á milli manna og heimamenn stjórnuðu leiknum að vild. En á síðustu fimmtán mínútum fyrri hálfleiksins vöknuðu Skagamenn aðeins til lífsins og fóru að láta að sér kveða án þess að skapa sér góð marktækifæri. Staðan 2:0 í hálfleik.\r\n\r\nMeira jafnræði var með liðunum framan af síðari hálfleik og á 65. mínútu skoraði Kristian Lindberg mark sem var dæmt af vegna rangstöðu, en tæpt var það. Aðeins tveimur mínútum síðar minnkuðu Skagamenn muninn þegar Ingi Þór Sigurðsson skoraði í fjærhornið eftir góðan undirbúning Eyþórs Arons Wöhler. Heimamenn í Víkingi voru tvívegis nálægt því að bæta við mörkum eftir þetta, en Árni Snær í markinu sá við þeim. En á 71. náði þeir tveggja marka forystu að nýju eftir vandræðagang í vörn Skagamanna. En fallegasta mark leiksins átti enn eftir að koma og það skoraði Ingi Þór Sigurðsson með glæsilegu skotu rétt utan vítateigs í fjærhornið, óverjandi fyrir Þórð Ingason í marki Víkings og minnkaði muninn aftur niður í eitt mark og spennandi lokamínútur voru framundan en Víkingar náðu að landa sigrinum og tryggja stigin þrjú.\r\n\r\nEf Skagamenn hefðu byrjað leikinn af meiri krafti en þeir gerðu hefðu úrslitin getað orðið önnur. Það verður að hrósa þeim fyrir það að gefast ekki upp og að ná að vinna sig inn í leikinn en það dugði ekki til að þessu sinni.\r\n\r\nJón Þór Hauksson þjálfari Skagamanna var að vonum svekktur eftir leikinn og var verulega ósáttur með það hvernig hans menn byrjuðu leikinn. En hann hældi ungu mönnunum sem komu inn á og stóðu sig vel og einn þeirra, Ingi Þór Sigurðsson, skoraði bæði mörk Skagamanna í leiknum. Skagamenn eru sem fyrr í tíunda sæti með 8 stig.\r\n\r\nNæsti leikur Skagamanna er gegn Stjörnunni á Akranesvelli sunnudaginn 17. júlí kl 19:15.",
"innerBlocks": []
}