Skagakonur töpuðu á ögurstundu

{
  "name": "core/freeform",
  "attributes": [],
  "saveContent": "Það skiptast svo sannarlega á skin og skúrir í fótboltanum. Eftir að hafa upplifað sigurvímuna í mögnuðum endurkomusigri gegn Sindra frá Hornarfirði um síðustu helgi, upplifðu Skagakonur biturleikann í gærkvöldi þegar þær misstu það er virtist unninn leik í tap í endurkomusigri ÍR kvenna á heimavelli þeirra í Breiðholti.\r\n\r\nSkagakonur fengu draumabyrjun þegar Ylfa Laxdal Unnarsdóttir kom þeim yfir eftir aðeins tveggja mínútna leik og hún var aftur á ferðinni á 23. mínútu þegar hún kom Skagakonum í álitlega stöðu 2:0. En ÍR konur náðu að minnka muninn á 35. mínútu með marki Sigríðar Drafnar Auðunsdóttur og staðan 1:2 í hálfleik.\r\n\r\nEn þegar aðeins sjö mínútur lifðu leiks náði ÍR að jafna leikinn í 2:2 með marki Önnu Báru Másdóttur. Á lokamínútunum reyndu bæði lið að knýja fram sigurinn en það voru heimakonur í ÍR sem náðu að landa sigrinum á annarri mínútu uppbótartíma með marki Margrétar Sveinsdóttur. Lokatölur 3:2.\r\n\r\nSvekkjandi tap Skagakvenna í Breiðholtinu. Liðið er nú 5. sæti 2. deildar með níu stig. Níu stigum á eftir Fram sem er í efsta sæti og átta stigum á eftir ÍR sem nú er í öðru sæti. Enn er nóg eftir af mótinu og mögulega ná þær betri stöðugleika og blanda sér í toppbáruttuna áður en langt um líður.\r\n\r\nNæsti leikur Skagakvenna er gegn Álftanesi föstudaginn 15. júlí á Akranesvelli kl. 19:15.",
  "innerBlocks": []
}