Mannbjörg þegar bátur brann norðvestur af Rifi

Björgin, björgunarbátur Lífsbjargar í Rifi, var ræst út með hæsta forgangi uppúr klukkan hálf tíu í morgun. Fjölmargir sjónarvottar í landi höfðu þá látið vita um eld um borð í báti um tvær sjómílur norðvestur af Rifi. Meðfylgjandi mynd er skjáskot úr vefmyndavélinni við Rifshöfn. Á henni sést hvar Björgin er komin í nágrenni við hinn brennandi bát klukkan 09:55 í dag.

Samkvæmt Landhelgisgæslunni heitir báturinn sem um ræðir Gosi-KE. Einn maður var um borð og hefur honum verið bjargað, samkvæmt frétt á vef mbl.is nú rétt í þessu. Hann mun hafa komist í björgunargalla og var bjargað úr sjónum af nærliggjandi báti. Þar kemur einnig fram að aðstoð þyrlu hafi verið afturkölluð.

Fjölmargir bátar eru á sjó á Breiðafirði í dag og veður ágætt eins og sést á skjáskoti úr vefmyndavélinni við Rifshöfn.

Meðfylgjandi mynd var tekin úr landi klukkan 10:21 í dag. Þar má sjá fleira að fleiri bátar eru komnir í nágrenni við hinn brennandi bát. Ljósm. Tómas Freyr Kristjánsson.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Mokveiði í dragnót

Dragnótarbáturinn Steinunn SH frá Ólafsvík lenti heldur betur í mokveiði rétt undan Ólafsvík á sunnudaginn. Köstuðu skipverjar dragnótinni aðeins þrisvar... Lesa meira