Mannbjörg þegar bátur brann norðvestur af Rifi
{
"name": "core/freeform",
"attributes": [],
"saveContent": "Björgin, björgunarbátur Lífsbjargar í Rifi, var ræst út með hæsta forgangi uppúr klukkan hálf tíu í morgun. Fjölmargir sjónarvottar í landi höfðu þá látið vita um eld um borð í báti um tvær sjómílur norðvestur af Rifi. Meðfylgjandi mynd er skjáskot úr vefmyndavélinni við Rifshöfn. Á henni sést hvar Björgin er komin í nágrenni við hinn brennandi bát klukkan 09:55 í dag.\r\n\r\nSamkvæmt Landhelgisgæslunni heitir báturinn sem um ræðir Gosi-KE. Einn maður var um borð og hefur honum verið bjargað, samkvæmt frétt á vef mbl.is nú rétt í þessu. Hann mun hafa komist í björgunargalla og var bjargað úr sjónum af nærliggjandi báti. Þar kemur einnig fram að aðstoð þyrlu hafi verið afturkölluð.\r\n\r\nFjölmargir bátar eru á sjó á Breiðafirði í dag og veður ágætt eins og sést á skjáskoti úr vefmyndavélinni við Rifshöfn.\r\n\r\n[caption id=\"attachment_54687\" align=\"alignnone\" width=\"600\"]<img class=\"wp-image-54687 size-medium\" src=\"https://skessuhorn.is/wp-content/uploads/2022/07/Mannbjorg-thegar-Gosi-KE-brann_2-600x400.jpg\" alt=\"\" width=\"600\" height=\"400\" /> Meðfylgjandi mynd var tekin úr landi klukkan 10:21 í dag. Þar má sjá fleira að fleiri bátar eru komnir í nágrenni við hinn brennandi bát. Ljósm. Tómas Freyr Kristjánsson.[/caption]",
"innerBlocks": []
}