
Björgin komin með Gosa nærri landi. Ljósm. tfk.
Búið er að draga brennandi bátinn að landi
{ "name": "core/freeform", "attributes": [], "saveContent": "Nú er búið að draga flak Gosa KE nærri landi milli Rifs og Ólafsvíkur. Það var björgunarskip Lífsbjargar í Rifi sem kom að bátnum um klukkan 10 í morgun þar sem hann var um tvær sjómílur norðvestur af Rifi, en eldsins hafði orðið vart um hálftíma áður. Reynt var að slökkva eldinn með vatni sem Björg dældi á hann, en síðan var ákveðið að draga hann nær landi. Að sögn Tómasar Freys Kristjánssonar, fréttaritara Skessuhorns, hefur ekki enn tekist að slökkva eldinn. Eins og fram kom í frétt Skessuhorns í morgun varð mannbjörg, en einn maður var um borð þegar eldurinn kviknaði. Honum var náð úr sjónum af mönnum á öðrum fiskibáti.\r\n\r\nGosi KE-102 á heimahöfn í Vogum, en var smíðaður í Rönnang í Svíþjóð árið 1985. Gosi er skilgreindur sem dragnótar- og netabátur en var gerður út á strandveiðar þegar þetta óhapp varð í morgun. Eins og sést á myndunum er báturinn ónýtur.\r\n\r\n<img class=\"alignnone size-medium wp-image-54708\" src=\"https://skessuhorn.is/wp-content/uploads/2022/07/Mannbjorg-thegar-Gosi-KE-brann_6-600x400.jpg\" alt=\"\" />\r\n\r\n<img class=\"alignnone size-medium wp-image-54702\" src=\"https://skessuhorn.is/wp-content/uploads/2022/07/Mannbjorg-thegar-Gosi-KE-brann_5-600x400.jpg\" alt=\"\" />", "innerBlocks": [] }