Fréttir
Rúturnar bíða átekta á meðan farþegarnir eru ferjaðir í land. Ljósm. tfk

Stærsta skemmtiferðaskip sumarsins er nú í Grundarfirði

{
  "name": "core/freeform",
  "attributes": [],
  "saveContent": "Skemmtiferðaskipið Sky Princess skreið inn lygnan Grundarfjörðinn í morgun en framundan var dagsdvöl á Snæfellsnesi fyrir þá þrjúþúsund og fimmhundruð farþega sem voru um borð. Ferðalangarnir fengu frábærar aðstæður því logn og milt veður lék við þá. Einhverjir fóru í rútuferðir í kringum Snæfellsnes, aðrir í rútuferðir að Kirkjufellsfossi, fuglaskoðun með Láka Tours, Kayakferðir með Vestur Adventures og svo voru margir sem nutu blíðunnar í Grundarfirði og fóru í gönguferðir í næsta nágrenni.\r\n\r\nSky Princess er stærsta skemmtiferðaskipið sem hefur viðkomu í Grundarfirði þetta sumarið en skipið er 145.281 br.tonn og 330 metrar að lengd. Skipið getur tekið 3.660 farþega og er með 1.346 manns í áhöfn.",
  "innerBlocks": []
}