Fréttir

Brekkusöngurinn sem fyrr fjölmennasta samkoma ársins

{
  "name": "core/freeform",
  "attributes": [],
  "saveContent": "Áætlað er að um fimm þúsund gestir hafi mætt á Brekkusöng Írskra daga á Akranesi í gærkvöldi. Það var þétt setið í brekkunni við Þyrlupallinn og raunar náði gestaskarinn einnig yfir á svæðið ofan við knattspyrnuvöllinn. Aldrei hafa fleiri mætt á þennan viðburð. Það var Magnús Kjartan Eyjólfsson sem söng og stýrði fjöldasöngnum, en hann verður einnig í sama hlutverki á Brekkusöng á Þjóðhátíð í Eyjum um Verslunarmannahelgina.\r\n\r\nVeðrið var prýðilegt í gærkvöldi og gestir á öllum aldri virtust sáttir við lífið og tilveruna. Eftir Brekkusöng gengu margir niður á hafnarsvæðið þar sem hin árlega Lopapeysa hófst í kjölfarið í Sementsskemmunni og þremur tjöldum við hana.\r\n\r\n[gallery columns=\"2\" size=\"large\" ids=\"54650,54651\"]",
  "innerBlocks": []
}
Brekkusöngurinn sem fyrr fjölmennasta samkoma ársins - Skessuhorn