Þjóðleg ævintýri gerast á Úlfljótsvatni þessa helgi

10-12 ára skátar skemmta sér á skátamóti á Úlfljótsvatni um helgina. Þemað verður „Þjóðlegt“ og í umgjörðinni verður leitast við að draga fram þjóðlega arfinn í sögum og sögnum gamla tímans ásamt mismunandi handverki og öðrum viðfangsefnum. Skátarnir hafa verið að tálga, skylmast undir leiðsögn víkinga, steikja ástarpunga, kveikja eld, sigla bátum, vinna með ull, komast yfir þrautabrautina í  vatnasafaríinu, búa sér til örvar og boga ásamt allskonar skemmtilegum viðfangsefnum.

Fálkaskátar, sem eru skátar á aldrinum 10-12 ára, fá loksins tækifæri til að hittast á skátamóti og koma þar saman 150 fálkaskátar ásamt 60 fararstjórum, foringjum og sjálfboðaliðum sem munu sjá um veglega dagskrá fyrir skátana.

Skátarnir koma víða að, m.a. frá Akureyri, Akranesi, Selfossi, Hveragerði, Vestmannaeyjum og Dalabyggð og þar að auki mun nýjasta skátafélagið á Íslandi mæta á svæðið en það er hið endurvakta skátafélag Farfuglar frá Breiðdalsvík.

Líkar þetta

Fleiri fréttir