

Stemningin eykst á Írskum dögum
Bæjarhátíðin Írskir dagar á Akranesi er að rúlla af stað, en hún var formlega sett í gær. Þá var sitthvað í gangi; árleg grillveisla í boði Húsasmiðjunnar sem ungliðar í Golfklúbbnum Leyni sáu um. Tvær myndlistarsýningar voru opnaðar, en þær verða opnar alla hátíðardagana. Smári Hrafn Jónsson sýnir í gamla Iðnskólanum og Þorvaldur Arnar Guðmundsson í gamla Landsbankahúsinu. Þá var ungmennum boðið í sundlaugarpartý í gærkvöldi og fram á nótt. Vegna ónógrar þátttöku var keppni í Álmanninum felld niður að þessu sinni. Meðfylgjandi myndir tók Kolla Ingvars ljósmyndari Skessuhorns á röltinu síðdegis í gær.
Nánari dagskrá hátíðarinnar má finna í auglýsingu í Skessuhorni vikunnar.
- Smári Hrafn Jónsson sýnir verk sín í gamla Iðnskólanum. Sýninguna nefnir hann Heimkoman.
- Þorvaldur Arnar Guðmundsson opnaði sýninguna Úr hugarheimi Þorvaldar í gamla Landsbankahúsinu.
- Fjölmargir þáðu pylsur í boði Húsasmiðjunnar.
- Ungliðar í golfklúbbnum hafa sem fjáröflun að sjá um pylsupartý Húsasmiðjunnar.
- Vinkonur til áratuga; Ásta Salbjörg og Eva Sumarliðadóttir.
- Hjónin Kristján Heiðar og Ingibjörg í góðum gír.
- Eitt af verkum Þorvaldar á sýningu hans.