Ráðhús Borgarbyggðar. Ljósm. gj.

Regnbogafánar við ráðhús Borgarbyggðar

Í dag og á komandi dögum verður regnbogafánanum flaggað við ráðhús Borgarbyggðar. Það er gert til minningar um fórnarlömb voðaverksins í Noregi. Þetta kemur fram á heimasíðu sveitarfélagsins. Þar kemur einnig fram að mikilvægt sé að sýna stuðning í verki með hinsegin samfélaginu, LGBTQI+ og nú sem aldrei fyrr nauðsynlegt að minna á samstöðu um mannréttindi og opin samfélög þar sem allir geta átt heima.

.

Líkar þetta

Fleiri fréttir