Nr 4 Umhverfing að hefjast

Á morgun laugardaginn 2. júlí verður myndlistarsýningin Nr 4 Umhverfing opnuð í Dölum, á Vestfjörðum og á Ströndum. Alls sýna 127 sýnendur á þessu víðfeðma svæði. Það er Akademía skynjunarinnar sem stendur fyrir sýningunni og verkin verða mest í þéttbýliskjörnum en einnig víðsvegar úti í náttúrunni. Verða þau ákvörðuð með GPS punktum og merkingum þar sem því verður við komið. Leiðarkort og bók hafa verið gefin út og hvort tveggja verður aðgengilegt á helstu viðkomustöðum sýningargesta. Ef farið er um alla sýningarstaði er um 950 km ferðalag að ræða og er það hluti af upplifun sýningargesta. Markmið verkefnisins er einmitt ferðalag til að kynna menningu og náttúru með myndlist á hefðbundnum og óhefðbundum sýningastöðum. Einnig að skapa umræðu um tilgang lífs og lista og að sýna verk eftir myndlistarmenn sem eiga ættir eða tengsl að rekja til viðkomandi landshluta. Á meðfylgjandi mynd má sjá leiðarkort sýningarinnar. Fjallað var nánar um verkefnið í Skessuhorni 15. júní s.l. og vefsíða Akademíu skynjunarinnar er www.academyofthesenses.is

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Mokveiði í dragnót

Dragnótarbáturinn Steinunn SH frá Ólafsvík lenti heldur betur í mokveiði rétt undan Ólafsvík á sunnudaginn. Köstuðu skipverjar dragnótinni aðeins þrisvar... Lesa meira