Áminning um kartöflumyglu

Þar sem kartöflugrös eru nú farin að spretta upp í kartöflugörðum landsmanna vill Matvælastofnun ítreka varúðaorð um að fylgjast vel með kartöflugarðinum í sumar. „Mjög mikilvægt er að almenningur taki strax upp plöntur sem sýna einkenni smits og fargi þeim til að hindra útbreiðslu smits. Veðurfar ræður miklu um það hvort sjúkdómurinn nái sér á strik, hlýtt og rakt veður eykur hættu á útbreiðslu. Einkenni: Svartir blettir á blaðendum og stönglum, að lokum falla grösin alveg. Förgun: Fargið sýktum kartöflum og grösum strax, t.d. í svörtum ruslapokum, ekki setja í lífrænt rusl.“

Líkar þetta

Fleiri fréttir