Hanar úr þéttbýli og nautgripir innan girðinga

Nýlega var afgreidd ný búfjársamþykkt fyrir sveitarfélagið Borgarbyggð, en þar er búskapur stundaður víða. Í samþykktinni er kveðið á um ýmsa þætti er lúta að búfjárhaldi. Helsta breytingin er sú að nú er lausaganga stórgripa bönnuð í öllu sveitarfélaginu. Umráðamönnum stórgripa er því skylt að hafa þá í vörslu innan gripaheldra girðinga sbr. reglugerð um girðingar.

Í samþykktinni er nú m.a. staðfest að að þeir sem hyggjast halda skepnur utan lögbýla skulu sækja um leyfi til þess til sveitarfélagsins, heimilt er þó að halda allt að tíu hænsni á lóð hverju sinni en hanar eru með öllu bannaðir utan lögbýla. „Búfjáreigendur í Borgarbyggð eru hvattir til að kynna sér „Samþykkt um búfjárhald“ á vef sveitarfélagsins eða á á vef Stjórnartíðinda,“ segir í tilkynningu frá Borgarbyggð.

Líkar þetta

Fleiri fréttir