Tónleikar til styrktar Kidda Jens

Haldnir verða styrktartónleikar fyrir Kristinn Jens Kristinsson í Tónlistarskólanum á Akranesi á morgun, föstudaginn 24. júní klukkan 20. Eins og mörgum er kunnugt glímir Kiddi við endalaus veikindi með tilheyrandi kostnaði og er ætlunin að létta aðeins undir með honum. Listamenn af Akranesi ætla að gefa vinnu sína og þeir sem koma fram eru: Rakel Pálsdóttir, Valgerður Jónsdóttir, Katrín Valdís Hjartardóttir, Brynja Valdimarsdóttir, Hanna Þóra Guðbrandsdóttir, Siggi Picasso, Heiðmar Eyjólfsson, Karlakórinn Svanir og Helga Ingibjörg Guðjónsdóttir. Þeim til aðstoðar verða þeir Biggi Þóris og Eddi Lárusar.

Aðgangseyrir verður 3000 krónur og verður posi á staðnum. Léttar veitingar verða í boði.

„Skagamenn og nærsveitungar eru hvattir  til að fylla Tónlistarskólann og sýna samstöðu eins og þeim einum er lagið,“ segir í fréttatilkynningu vegna tónleikanna.

Fyrir þá sem ekki komast en vilja leggja þessu lið, þá má leggja inn á reikning 0552-14-402440 og kennitalan er 081173-4359.

Líkar þetta

Fleiri fréttir