Svenni á lánshjólinu sem hann hefur verið að prófa undanfarið. Ljósm. ki.

Svenni kominn á ferðina

Sveinbjörn Reyr Hjaltason slasaðist alvarlega fyrir tveimur árum síðan þegar hann var við akstur í motocross brautinni á Akranesi. Í maí á síðasta ári var áheitaverkefnið Stokkið fyrir Svenna þar sem náðist að safna fyrir sérsmíðuðu handknúnu fjallahjóli handa Svenna. Á dögunum fékk Svenni loksins nýja hjólið til sín en þá kom í ljós að um rangt hjól var að ræða og var það sent til baka. Að sögn Svenna á hann von á græna hjólinu sínu eftir nokkrar vikur og bíður spenntur eftir að það komi til landsins. Í millitíðinni hefur hann síðustu daga hjólað á lánshjóli út um allar trissur en hann fékk það lánað hjá Arnari Helga Lárussyni formanni SEM (Samtök endurhæfðra mænuskaddaðra), sem safnaði á sínum tíma fyrir fjórum samskonar rafmagns fjallahjólum fyrir hreyfihamlaða.

Líkar þetta

Fleiri fréttir