Hluti þess hóps sem útskrifaðist síðastliðinn laugardag. Ljósm. James Einar Becker

Stærsta útskrift frá upphafi Háskólans á Bifröst

Laugardaginn 18. júní síðastliðinn var stærsta útskrift í sögu Háskólans á Bifröst. Alls voru 134 nemendur brautskráðir; 22 úr háskólagátt, 40 úr bakkalárnámi og 72 úr meistaranámi. Grunnnámsnemendur skiptust þannig á milli deilda að 17 útskrifuðust frá viðskiptadeild, 17 úr félagsvísindadeild og sex úr lagadeild. Skipting meistaranema eftir deildum var síðan þannig að 60 luku námi við viðskiptadeild, fjórir við félagsvísindadeild og átta við lagadeild.

Að vanda voru verðlaun veitt fyrir besta námsárangur í hverri deild. Þá fékk einn nemendi úr hverri deild, sem er í námi, skólagjöld felld niður sem hvatningarverðlaun fyrir framúrskarandi árangur. Nemendur sem fengu skólagjöld niðurfelld voru: Brynjar Óskarsson, Einar Freyr Elínarson og Þórunn Marinósdóttir. Nemendur sem hlutu útskriftarverðlaun eru: Auður Ösp Ólafsdóttir, Ásdís Elvarsdóttir, Dagbjört Una Helgadóttir, Helga Þorvaldsdóttir, Íris Björg Birgisdóttir, Líney Lilja Þrastardóttir, Magnús Þór Jónsson, Pauline Jeannine M. Lafontaine og Selma Hrönn Maríudóttir.

Líkar þetta

Fleiri fréttir