Svipmynd af fundi SSV á Hótel Hamri. Ljósm. ssv.

Ný stjórn SSV kjörin á aukaaðalfundi

Aukaaðalfundar Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi og Heilbrigðisnefndar Vesturlands var haldinn á Hótel Hamri í Borgarnesi í gær. Þar var kosið í stjórn SSV, en slíkt er nauðsynlegt nú í ljósi þess að sveitarstjórnarkosningar eru afstaðnar og nýir fulltrúar hafa tekið sæti í sveitarstjórnum. Þá fór einnig fram kynning á starfsemi SSV.

Formaður stjórnar SSV var kosin Guðveig Lind Eyglóardóttir oddviti Framsóknarflokks í Borgarbyggð. Tekur hún við formennsku af Lilju Björg Ágústsdóttir, einnig í Borgarbyggð. Átta nýir fulltrúar komu inn í stjórnina sem telur ellefu fulltrúa. Nýir fulltrúar eru Líf Lárusdóttir og Ragnar Sæmundsson fyrir Akraneskaupstað, Guðveig Lind Eyglóardóttir og Sigurður Guðmundsson fyrir Borgarbyggð, Guðný Elíasdóttir fyrir Skorradalshrepp, Elín Ósk Gunnarsdóttir fyrir Hvalfjarðarsveit, Sigurbjörg Ottesen fyrir Eyja- og Miklaholtshrepp og Júníana Björg Óttarsdóttir fyrir Snæfellsbæ. Þeir Eyjólfur Ingvi Bjarnason Dalabyggð, Jakob Björgvin Jakobsson Stykkishólmi og Jósef Kjartansson Grundarfirði sitja áfram í stjórn.

Guðveig Lind Eyglóardóttir er nýr formaður stjórnar SSV.

Líkar þetta

Fleiri fréttir