Fréttir

Niðurstaða hugmyndasamkeppni og íbúafundur á Breið

{
  "name": "core/freeform",
  "attributes": [],
  "saveContent": "Í byrjun næstu viku verða tvennir viðburðir sem tengjast Breiðarsvæðinu á Akranesi.\r\n\r\nÍ fyrst lagi verður kynning mánudaginn 27. júní klukkan 15 þar sem Breið þróunarfélag í samstarfi við Brim hf., Akraneskaupstað og Arkitektafélag Íslands, mun kynna niðurstöður hugmyndasamkeppni í Hafbjargarhúsinu á Breið. Kynntar verða niðurstöður dómnefndar í hugmyndasamkeppninni um framtíðarskipulag á Breiðinni, en alls bárust 24 tillögur í keppnina sem var öllum opin. Formaður dómnefndar mun fara yfir vinningstillögurnar en hægt verður að sjá allar tillögurnar á staðnum auk þess sem þær verða til sýnis á heimasíðu Arkitektafélags Íslands og Breiðar þróunarfélags.\r\n\r\nÍ öðru lagi verður íbúafundur um framtíðarsýn á Breiðinni haldinn þriðjudaginn 28. júní kl. 17:00 í Bíóhöllinni. Á dagskrá er ávarp bæjarstjóra, Guðmundur Kristjánsson forstjóri Brims heldur erindi og tónlistaratriði frá Akranesi verða í boði. Þá mun framtíðarsýn Running Tide verða kynnt á Akranesi í erindi sem nefnist „Ísland verði suðupottur loftslagsverkefna á heimsvísu“. Það flytja Kjartan Ólafsson, framkvæmdastjóri Transition Labs og Kristinn Lár Hróbjartsson, framkvæmdastjóri Running Tide. Loks mun Marty Odlin, stofnandi Running Tide ávarpa gesti. Allir eru velkomnir á báða þessa viðburði.",
  "innerBlocks": []
}
Niðurstaða hugmyndasamkeppni og íbúafundur á Breið - Skessuhorn