Kalt í veðri og slydda á fjallvegum norðan til á landinu

Næstu daga er spáð norðanátt á landinu, blæstri og fremur köldu veðri miðað við árstíma. Spáð er dálítilli rigningu á norðurhelmingi landsins og slyddu til fjalla þar sem hiti verður undir frostmarki á fjallvegum. Vegagerðin varar þannig við hálku t.d. á Steingrímsfjarðarheiði, Öxnadalsheiði og á Möðrudalsöræfum. Á morgun, föstudag verður skýjað með köflum á sunnanverðu landinu og stöku skúrir syðst. Hiti frá 2 stigum fyrir norðan, upp í 12 stig á Suðurlandi.

Hér um vestanvert landið verður kalt en þó að mestu þurrt fram á sunnudagskvöld.

Líkar þetta

Fleiri fréttir