Þrettán vilja verða sveitarstjóri Dalabyggðar

Umsóknarfrestur um starf sveitarstjóra Dalabyggðar rann út síðastliðinn mánudag. Stærstu mál framundan í sveitarfélaginu eru bygging íþróttamannvirkja og líklega einnig sameining sveitarfélaga.

Um starfið sóttu 13 einstaklingar, en Hagvangur annast ráðningarferlið. Ekki liggja fyrir að svo stöddu nöfn umsækjenda, en Eyjólfur Ingvi Bjarnason oddviti Dalabyggðar er bjartsýnn á að það verði hægt að ganga frá ráðningu nýs sveitarstjóra fyrir miðjan júlí. Kristján Sturluson fráfarandi sveitarstjóri gaf ekki kost á sér áfram, en sinnir starfinu þar til ráðning eftirmanns hans liggur fyrir.

Líkar þetta

Fleiri fréttir