Fréttir
Lokahönd lögð á nýjan ramp við Brúartorg í Borgarnesi. Mynd af Facebooksíðu Brúartorgs.

Hjólastólaaðgengi bætt í Borgarbyggð

{
  "name": "core/freeform",
  "attributes": [],
  "saveContent": "Verkefnið Römpum upp Ísland teygir anga sína um Borgarnes og nágrenni í vikunni, í samvinnu við Borgarbyggð. Verkefnið byrjaði á höfuðborgarsvæðinu sem Römpum upp Reykjavík en frumkvöðull þess er Haraldur Þorleifsson sem stóð fyrir átaki í að setja upp rampa fyrir hjólastóla í Reykjavík. Nú stendur Haraldur fyrir verkefninu Römpum upp Ísland þar sem öll sveitarfélög á landinu fengu boð um að taka þátt. Borgarbyggð stökk þar fyrst á vagninn af sveitarfélögum á Vesturlandi en Dalabyggð hefur einnig fagnað erindinu og vísað því til umsjónarmanns framkvæmda.\r\n\r\nHrafnhildur Tryggvadóttir, deildarstjóri umhverfis- og framkvæmdamála, stýrir verkefninu hjá Borgarbyggð en framkvæmdir eru nú hafnar. Í dag var vígður rampur við verslunina Brúartorg. Fimm rampar verða settir upp á næstu tveimur dögum í sveitarfélaginu en fertugasti rampurinn á landsvísu verður vígður á Hvanneyri í hádeginu á morgun, fimmtudag. Verður þá stutt en hátíðleg dagskrá þar sem notandi klippir á borða og vígir rampinn.",
  "innerBlocks": []
}
Hjólastólaaðgengi bætt í Borgarbyggð - Skessuhorn