Hilmar Örn Agnarsson, nýr organisti og kórstjóri Akraneskirkju. Ljósm.akraneskirkja.is

Hilmar Örn ráðinn organisti og kórstjóri hjá Akraneskirkju

Á dögunum var auglýst eftir organista og kórstjóra við Akraneskirkju. Fjórar umsóknir bárust og hefur sóknarnefndin boðið Hilmari Erni Agnarssyni starfið.

Hilmar Örn hefur starfað í afleysingum við Akraneskirkju undanfarið ár. Hann er menntaður í Þýskalandi og hefur langa reynslu sem organisti; hefur starfið við Grafarvogskirkju, Kristskirkju í Reykjavík, en lengst var hann organisti við Skálholtsdómkirkju og hefur stjórnað fjölmörgum kórum með góðum árangri.

Sveinn Arnar Sæmundsson, sem hafði starfað sem organisti og kórstjóri síðastliðin 19 ár í Akraneskirkju, var í ársleyfi og tekur Hilmar Örn því við starfinu af honum. Sveinn Arnar tók við sem organisti í Víðistaðakirkju í september á síðasta ári.

Líkar þetta

Fleiri fréttir