Fréttir
Halldóra Guðjónsdóttir í hlutverki sínu. Ljósm. aðsend.

Síldarstúlkurnar koma í Borgarnes

{
  "name": "core/freeform",
  "attributes": [],
  "saveContent": "Einleikurinn Síldarstúlkur verður sýndur á Sögulofti Landnámssetursins í Borgarnesi um helgina eftir að hafa verið í sýningu á Siglufirði á síðustu vikum. Það er Halldóra Guðjónsdóttir sem leikur í verkinu og er einnig höfundur þess ásamt Andreu Elínu Vilhjálmsdóttur sem leikstýrir. Að sögn Halldóru er sérlega spennandi að fá að sýna einleikinn Í Landnámssetrinu því fyrsti neistinn að hugmyndinni hafi komið við að sjá sýningar þar, en hún var sýningarstjóri á Mr. Skallagrímsssyni og Brák á sínum tíma. Þess má geta að Halldóra er ættuð úr Reykholtsdal og á einnig ættir að rekja til Borgarness.\r\n\r\nÍ kynningu á einleiknum kemur fram að hann fjalli um minningar kvenna af síldarævintýrinu á Siglufirði. Halldóra segir þetta vera sögur frá fólki sem upplifði síldarævintýrið og við ritun verksins hafi þær hlýtt á upptökur af viðtölum sem Síldarminjasafnið tók á sínum tíma. Um tónlist sér harmonikkuleikarinn Margrét Arnardóttir sem leikur á þrjár harmonikkur í sýningunni, þar af eina sem leikið var á á síldarárunum á Siglufirði á sínum tíma.\r\n\r\nSíldarstúlkur er lífleg nýjung í þá flóru sem fjallar um síldarárin á Siglufirði. Verkið verður tvisvar á dagskrá á Söguloftinu um Hvítasunnuhelgina, á laugardag og sunnudag 4. og 5. júní, kl. 20.00 báða dagana. Hægt er að kaupa miða á <a href=\"http://www.sildarstulkur.is\">www.sildarstulkur.is</a>",
  "innerBlocks": []
}
Síldarstúlkurnar koma í Borgarnes - Skessuhorn