
Hér sést staðsetning nýju byggingarinnar sem mögulega verður reist á lóðinni Borgarbraut 63. Ljósm. aðsend.
Mögulegt samstarf Brákarhlíðar og MB um nýbyggingu í Borgarnesi
{ "name": "core/freeform", "attributes": [], "saveContent": "Hjúkrunar- og dvalarheimilið Brákarhlíð og Menntaskóli Borgarfjarðar í Borgarnesi hafa sameinast um að kanna möguleika á því að byggja fjölbýlishús í bænum fyrir eldra fólk og nemendur. Undirbúningur er kominn talsvert á veg, deiliskipulag er í auglýsingu og fyrirhugað er að hefja framkvæmdir á næsta ári ef áformin ganga eftir. Reikna er með að byggingartíminn verði um tvö ár. Húsið mun rísa á lóð nr. 63 við Borgarbraut. Einnig eru uppi hugmyndir hjá forsvarsfólki Brákarhlíðar um uppbyggingu á lóð nr. 67 við Borgarbraut einhvern tímann í náinni framtíð. Þar væri mögulega hægt að byggja um 50 íbúðir til viðbótar sem hugsaðar verða til útleigu. Báðar þessar lóðir eru í eigu Brákarhlíðar og standa næst dvalar- og hjúkrunarheimilinu. Lóðirnar verða því framlag Brákarhlíðar í þágu þessarar uppbyggingar en hjúkrunarheimilið sjálft getur ekki staðið í slíku fyrir eigin reikning. Í því skyni verður stofnað sjálfstætt framkvæmda- og rekstrarfélag sem halda mun utan um framkvæmdina.\r\n\r\n<em>Nánar er fjallað um þessi byggingarverkefni í Skessuhorni sem kom út í dag.</em>\r\n\r\n[caption id=\"attachment_53680\" align=\"alignnone\" width=\"600\"]<img class=\"wp-image-53680 size-medium\" src=\"https://skessuhorn.is/wp-content/uploads/2022/05/Brakarhlid-og-Menntaskoli-Borgarfjardar_3-600x450.jpg\" alt=\"\" width=\"600\" height=\"450\" /> Við Borgarbraut 63 stendur nú tvílyft eldra hús, af gömlum Borgnesingum kallað Sumarliðahús. Ljósm. gj.[/caption]", "innerBlocks": [] }