Á myndinni eru frá vinstri: Ingibjörg Birna Erlingsdóttir sveitarstjóri, Jóhanna Ösp Einarsdóttir, Ingimar Ingimarsson, Karl Kristjánsson á Teams, Árný Huld Haraldsdóttir oddviti og Embla Dögg B. Jóhannsdóttir. Ljósm. af reykholar.is

Síðasti sveitarstjórnarfundurinn í Reykhólahreppi

Fimmtudaginn 12. maí var síðasti reglulegi fundur fráfarandi sveitarstjórnar í Reykhólahreppi. Við það tækifæri var meðfylgjandi mynd tekin og er hún dæmigerð fyrir fundahöld síðari helming kjörtímabilsins en þá urðu fjarfundir algengt fundarform. Í fundargerð má sjá að nokkur stór mál voru afgreidd, til dæmis verksamningur um endurbætur á Reykhólahöfn, yfirtaka Bríetar leigufélags á íbúðum við Hólatröð, samráðsáætlun um frágang vegna Vestfjarðavegar, brunavarnaráætlun og fleira má telja.

„Að sitja í sveitarstjórn í litlu samfélagi eins og Reykhólahreppi er oft og tíðum ekki auðvelt, því ákvarðanir sem þarf að taka snerta stundum vini og fjölskyldu sveitarstjórnarfólks. Fráfarandi sveitarstjórn hefur staðið sig með sóma og unnið að krefjandi verkefnum af heilindum.“ segir í fréttinni á heimasíðu Reykhólahrepps.

Líkar þetta

Fleiri fréttir