Við athafnasvæði Norðuráls á Grundartanga. Ljósm. kgk.

Hátt álverð stórbætir afkomu OR

Tekjur samstæðu Orkuveitu Reykjavíkur á fyrstu þremur mánuðum þessa árs jukust um 14% frá fyrra ári og er helsta skýringin auknar tekjur Orku náttúrunnar af raforkusölu til stóriðju. Hagnaður tímabilsins nam 6,8 milljörðum króna en einskiptiskostnaður og tjón í óveðrum febrúarmánaðar hækkuðu rekstrarkostnað tímabilsins miðað við fyrsta ársfjórðung á síðasta ári. Árshlutareikningur samstæðu Orkuveitu Reykjavíkur fyrir fyrsta ársfjórðung 2022 var samþykktur á fundi stjórnar OR í dag. Innan samstæðunnar eru, auk móðurfélagsins, Veitur, Orka náttúrunnar, Ljósleiðarinn og Carbfix.

Líkar þetta

Fleiri fréttir