Frá vinstri: Ásgrímur L. Ásgrímsson, Eyþór Óskarsson og Georg Lárusson. Ljósm. Landhelgisgæslan.

Eyþór útskrifast sem sjóliðsforingi frá US Coast Academy

Eyþór Óskarsson frá Stykkishólmi var á dögunum annar Íslendingurinn til að útskrifast úr US Coast Guard Academy, háskóla og sjóliðsforingjaskóla bandarísku strandgæslunnar. Frá skólanum eru útskrifaðir verðandi stjórnendur stofnunarinnar á ýmsum sviðum en skólinn er í New London í Connecticut fylki. Nánasta fjölskylda Eyþórs var viðstödd útskriftina ásamt fulltrúum frá Landhelgisgæslu Íslands, þeir Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, og Ásgrímur L. Ásgrímsson, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs. Engin önnur en Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna, flutti ávarp við athöfnina.

Eyþór hefur stundað nám við skólann síðastliðin fjögur ár í Stjórnun og var hann einn 250 útskriftarnema en það er stærsti hópur útskriftarnema í sögu skólans.

Líkar þetta

Fleiri fréttir