Áfengi og kannabisefni kom við sögu í umferðinni

Það var frekar rólegt hjá lögreglunni á Vesturlandi í vikunni sem leið. Helst bar þó til tíðinda nokkrir ökumenn sem betur hefðu setið heima. Um miðjan dag síðasta þriðjudag ók ökumaður út af veginum á Bröttubrekku í Dölum eftir að hafa mætt bíl. Lögreglan kom á staðinn og kom þá í ljós að ökumaður var sýnilega ölvaður og átti í erfiðleikum með að blása í mæli. Hann slapp ómeiddur og bíllinn skemmdist lítið en svo kom í ljós að ökumaður hafði verið sviptur ökuréttindum og því á akstri próflaus. Í vikunni var annar ökumaður tekinn á 102 km hraða á Vesturlandsvegi við Bifröst þar sem hámarkshraði er 70 km. Ökumaður reyndist undir áhrifum kannabisefna og þá fannst smáræði af efnum í bílnum. Um miðjan dag á laugardaginn var ökumaður tekinn undir áhrifum áfengis og örvandi efna á Akrafjallsvegi og loks á sunnudaginn var annar tekinn á Vesturlandsvegi undir áhrifum kannabisefna.

Líkar þetta

Fleiri fréttir