Bjarney Bjarnadóttir framkvæmdastjóri UMSB og hundurinn Rökkvi.

Bjarney ráðin framkvæmdastjóri UMSB

Bjarney Bjarnadóttir hefur verið ráðin í starf framkvæmdastjóra Ungmennasambands Borgarfjarðar, UMSB, og kemur til starfa í júní. Bjarney er með BSc í íþróttafræði frá Háskólanum í Reykjavík auk kennsluréttinda fyrir grunn- og framhaldsskóla. Þá leggur Bjarney stund á meistaranám í forystu og stjórnun með áherslu á mannauðsstjórnun. Bjarney er með víðtækan bakgrunn þegar kemur að íþrótta- og lýðheilsustarfi. Hún hefur unnið sem einkaþjálfari og spinningkennari bæði hérlendis og erlendis og auk þess sem hún var aðstoðarkennari í verklegu námi í ÍAK einkaþjálfaranámi Keilis. Þá spilaði Bjarney handbolta og þjálfaði í fjölda ára. Hún hefur bæði kennt íþróttir og lífsleikni og komið að heilsueflingu fatlaðra. Síðustu ár hefur Bjarney starfað sem umsjónarkennari við Grunnskólann í Borgarnesi en er komin í leyfi þaðan. Í vor var hún kosin í sveitarstjórn Borgarbyggðar og situr þar sem fulltrúi sameiginlegs framboðs Viðreisnar og Samfylkingar. Bjarney er gift Sigurkarli Gústavssyni lögreglumanni og samtals eiga þau fjóra drengi.

Sigurður Guðmundsson vinnur hjá UMSB út júní og fer hann þá í önnur verkefni til UMFÍ. „Við þökkum Sigga kærlega fyrir sitt framlag og óskum við honum velfarnaðar á nýjum starfsvettvangi,“ segir í tilkyningu frá stjórn UMSB.

Líkar þetta

Fleiri fréttir