Fréttir

Nýjar kannanir um legu Hringvegar yfir Grunnafjörð og við Borgarnes

{
  "name": "core/freeform",
  "attributes": [],
  "saveContent": "Á næsta tímabili gildandi samgönguáætlunar, eða árin 2025 til 2029, er áformað að hefjast handa við gerð 2+1 vegar milli Hvalfjarðarganga og Borgarness. Nokkur undirbúningur er þegar hafinn og beinist hann einkum að þeirri leið sem Hringvegurinn liggur um nú þ.e. frá Hvalfjarðargöngum, austur fyrir Akrafjall framhjá Grundartanga og þaðan norður að Borgarfjarðarbrú. Svo áfram sé haldið eru margir á því að núverandi akleið milli Borgarfjarðarbrúar gegnum þéttbýlið í Borgarnesi og norður fyrir gatnamót Hringvegar og Snæfellsnesvegar sé ekki heppileg leið til framtíðar fyrir gegnumakstursumferð sem þar fer, heldur sé farsælla að leggja sérstaka hjáleið utan byggðarinnar í Borgarnesi.\r\n\r\nNú hefur Samgöngufélagið sett í gang tvær skoðanakannanir þar sem mæla á vilja íbúa til þessara tveggja tillagna í samgöngumálum á Vesturlandi, þ.e. annars vegar færslu hringvegarins þannig að hann verði lagður fyrir mynni Grunnafjarðar og þannig stytt leiðin milli Borgarness og Akraness um sjö kílómetra. Hins vegar er kannað með skoðun fólks á að færa hringveginn út fyrir byggðina í Borgarnesi. Þessar kannanir verða í gangi til og með 10. júní næstkomandi.\r\n\r\nNálgast má kannanirnar á vefslóðinni <a href=\"https://www.envalys.is/surveys\">https://www.envalys.is/surveys</a>  en einnig á auglýsingaborðum hér á vef Skessuhorns til 10. júní nk.\r\n\r\n<a href=\"https://skessuhorn.is/adsendar-greinar/ny-lega-hringvegar-um-akranes-og-borgarnes/\">Jafnframt má benda á grein Jónasar B Guðmundssonar fyrirsvarsmanns Samgöngufélagsins hér.</a>",
  "innerBlocks": []
}
Nýjar kannanir um legu Hringvegar yfir Grunnafjörð og við Borgarnes - Skessuhorn