Þórdís Sif ekki endurráðin sem sveitarstjóri Borgarbyggðar
{
"name": "core/freeform",
"attributes": [],
"saveContent": "Nýr meirihluti Framsóknarflokksins í Borgarbyggð hefur tekið þá ákvörðun að Þórdís Sif Sigurðardóttir núverandi sveitarstjóri verði ekki endurráðin og hefur henni verið tilkynnt um það. Þetta kemur fram í færslu sem Þórdís Sif ritar á Facebook síðu sína. Þar segir hún meðal annars: „Það að fá tækifæri til að starfa sem sveitarstjóri í mínum heimabæ í tvö ár, nýta mína þekkingu og ást á samfélaginu hefur verið virkilega gefandi. Þetta hefur verið mikið lærdómsferli og hef ég öðlast gríðarlega reynslu á stuttum tíma. Krísustjórnun, breytingarstjórnun, samningatækni og hvað þetta mannlega skiptir miklu máli hefur komið skýrt fram á tímabilinu. Ég hefði að sjálfsögðu kosið að halda áfram með þá vegferð sem við erum á og halda áfram þeim umbótum sem hafnar eru og þeirri uppbyggingu sem við höfum hafið vinnu við. Endurskipulagning og umbætur í stjórnsýslu taka tíma og tvö ár eru ekki nógu langur tími til að innleiða slíkar breytingar. Róm var ekki byggð á einum degi.“\r\n\r\nÞórdís Sif segir einnig í færslu sinni að hjá Borgarbyggð starfi einstaklega hæft starfsfólk. „Þau eru með metnað fyrir sínum störfum, þau eru með metnað til að gera enn betur í dag en í gær og metnað til að vinna sameiginlega að þeim markmiðum að gera Borgarbyggð að betra samfélagi fyrir íbúa. Samheldnin hefur aukist meðal starfsfólk, starfsfólk allra stofnana er starfsfólk Borgarbyggðar og við viljum öll gera okkar til að sveitarfélagið vaxi og dafni.“\r\n\r\nÞórdís Sif segir að lokum að hún muni starfa út næstu viku sem sveitarstjóri Borgarbyggðar en hyggst leggjast undir feld að því loknu til að finna sér nýtt og spennandi verkefni.",
"innerBlocks": []
}