Vigreifir sjálfstæðismenn í Snæfellsbæ ásamt Kristni bæjarstjóra eftir að úrslitin lágu fyrir. Ljósm. af.

Sjálfstæðismenn héldu meirihlutanum í Snæfellsbæ

D listi Sjálfstæðisflokks heldur meirihluta sínum og fjórum mönnum í bæjarstjórn eftir að lokatölur lágu fyrir í Snæfellsbæ. J listi bæjarmálasamtaka Snæfellsbæjar fær þrjá fulltrúa í bæjarstjórn. Munaði 48 atkvæðum á framboðunum; D listi hlaut 446 atkvæði en J listi 398. Auðir seðlar og ógildir voru 39. Á kjörskrá voru 1206 og greiddu 883 atkvæði.

Líkar þetta

Fleiri fréttir