

D listi Sjálfstæðisflokks og óháðra sigurvegari í Grundarfirði
Í Grundarfirði voru tveir listar í kjöri. Niðurstaðan varð sú að D listi Sjálfstæðisflokks og óháðra hlaut 234 atkvæði og L listi Samstöðu 216 atkvæði (ekki liggur fyrir fjöldi auðra og ógildra atkvæða). Meirihlutinn heldur því velli í Grundarfirði. Bæjarstjóraefni hans er Björg Ágústsdóttir bæjarstjóri.
Á myndinni eru sigurreifir fulltrúar D lista: F.v. Jósef Ólafur Kjartansson forseti bæjarstjórnar, Sigurður Gísli Guðjónsson, Sigurhanna Ágústa Einarsdóttir og Bjarni Sigurbjörnsson. Ljósm. tfk.