Félagsheimilið Breiðablik og Gestastofa.

Talningu lokið í Eyja- og Miklaholtshreppi

Nú er búið að telja atkvæði í Eyja- og Miklaholtshreppi á Snæfellsnesi, en þar var kosið óhlutbundinni kosningu. Kjörsókn var tæp 78%. Í hreppsnefnd voru kosin: Herdís Þórðardóttir sem fékk 42 atkvæði, Veronika G. Sigurvinsdóttir 37 atkv., Valgarð S. Halldórsson 36 atkv., Gísli Guðmundsson 28 atkv. og Sigurbjörg Ellen Ottesen hlaut 27 atkvæði.

Líkar þetta

Fleiri fréttir