Þyrlan tekur á loft. Ljósm. tfk.

Mótorhjólaslys á Snæfellsnesi

Þyrla Landhelgisgæslunnar var síðdegis í dag kölluð út til að sækja einstakling sem slasast hafði á mótorhjóli á Snæfellsnesi. Það var lögreglan á Vesturlandi sem óskaði eftir aðkomu Gæslunnar. Nánari tildrög slyssins eða líðan hins slasaða liggur ekki fyrir. Þyrlan lenti á bryggjunni í Grundarfirði og tók á loft þaðan á sjöunda tímanum í kvöld.

Líkar þetta

Fleiri fréttir