Kosið til sveitarstjórna í dag

Íslendingar ganga í dag að kjörborðinu og kjósa bæjar- og sveitarstjórnir. Hér á Vesturlandi verður kosið í fimm sveitarfélögum þar sem framboðslistar eru í boði. Í fjórum sveitarfélögum er kosið óbundinni kosningu þar sem allir kjörgengir íbúar eru í kjöri, nema í þeim tilfellum sem fráfarandi sveitarstjórnarfulltrúar geta beðist undan endurkjöri.

Nokkuð misjafnt er hvenær kjörfundir hefjast, en yfirleitt er það klukkan 9 eða 10. Sömuleiðis er mismunandi hvenær kjörfundi lýkur. Íbúar eru því hvattir til að kynna sér tímasetningar, staðsetningu kjördeilda í auglýsingum sveitarfélaganna sem hlut eiga að máli. Þær má sömuleiðis finna í síðasta og næstsíðasta tölublaði Skessuhorns.

Líkar þetta

Fleiri fréttir