Kjörstjórn á Kleppjárnsreykjum. Þær Elísabet, Jónína og Gunna Mæja glaðbeittar að vanda. Ljósm. Steinunn Þorvaldsdóttir.

Kjörsókn í Borgarbyggð aðeins minni en fyrir fjórum árum

Núna klukkan 18 í kvöld höfðu 1.483 nýtt atkvæðisrétt sinn í Borgarbyggð, en það gerir 53% kjörsókn. Að sögn Sveinbjörns Eyjólfssonar formanns yfirkjörstjórnar er þessi kjörsókn hálfu prósenti minni en á sama tíma fyrir fjórum árum.

Líkar þetta

Fleiri fréttir