

Framsókn bætir við sig fylgi á Akranesi
Nú eru innan við 800 atkvæði ótalin á Akranesi, en fyrstu tölur voru birtar nú fyrir skömmu. Á kjörskrá á Akranesi voru 5.691. Greidd atkvæði voru 3.563, sem er 62,8% kjörsókn. Talin hafa verið 2.670 atkvæði. Þau hafa fallið þannig:
B – Listi Framsóknarflokks og Frjálsra 953 atkvæði, eða 35,7% (3 bæjarfulltrúar)
D – Listi Sjálfstæðisflokks 946 atkvæði, eða 35,4% (3 bæjarfulltrúar)
S – Samfylkingar 771 atkvæði, eða 28,8% (3 bæjarfulltrúar)