Mófellsstaðir í Skorradal.

Íbúafjöldi á Vesturlandi kominn yfir sautján þúsund

Íbúar á Vesturlandi voru 1. maí síðastliðinn 17.063 talsins og hafa aldrei verið fleiri. Fjölgun síðustu sex mánuði, frá 1. desember síðastliðnum er 0,2%.

Flestir búa á Akranesi en þar eru nú 7.827 íbúar og hefur reyndar fækkað um nokkra frá því í desember. Í Borgarbyggð eru nú 3.892 búsettir og fjölgar. Þriðja stærsta sveitarfélagið er sem fyrr Snæfellsbær þar sem 1.661 býr. Í Stykkishólmi eru íbúar 1.199 en þegar Helgafellssveit rennur saman í kosningunum á morgun verða þeir 1.284. Í Grundarfirði búa 849, 710 í Hvalfjarðarsveit og 660 í Dalabyggð. Í Eyja- og Miklaholtshreppi búa nú 109 og 71 í Skorradalshreppi. Síðastnefnda sveitarfélagið er reyndar hástökkvari í íbúafjölgun síðustu sex mánuði, hefur fjölgað um ellefu íbúa sem jafngildir 18,3% fjölgun á hálfu ári.

Líkar þetta

Fleiri fréttir