Þeir eru nú útskrifaðir ásamt leiðbeinendum sínum. F.v. Jens Heiðar Ragnarsson slökkviliðsstjóri, Karl Jóhann Haagensen, Styrmir Þór Tómasson, Ársæll Ottó Björnsson, Pálmi Gunnlaugsson, Sigurður Ingi Grétarsson, Karl Svanhólm Þórisson, Sævar Berg Sigurðsson, Björn Torfi Axelsson, Samúel Þorsteinsson, Ásmundur Jónsson og Sigurður Þór Elísson þjálfunarstjóri. Ljósm. aðsend.

Tíu slökkviliðsmenn útskrifaðir hjá Slökkviliði Akraness og Hvalfjarðarsveitar

Í síðustu viku fór fram útskrift hjá Slökkviliði Akraness og Hvalfjarðarsveitar á tíu nýliðum sem lokið hafa námi frá Brunamálaskóla Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Námið saman stendur af fjórum bóklegum- og verklegum námshlutum. Nemendur fá m.a. þjálfun í hefðbundnu slökkvistarfi, reykköfun og björgun fólks úr bílslysum. Umsjón með náminu höfðu Sigurður Þór Elísson þjálfunarstjóri slökkviliðsins og Jens Heiðar Ragnarsson slökkviliðsstjóri, en Þorlákur Snær Helgason af hálfu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar.

„Slökkvilið Akraness og Hvalfjarðarsveitar er mjög lukkulegt með þessa fullmenntuðu slökkviliðsmenn og horfum við björtum augum til framtíðar með þennan flotta hóp nýútskrifaðra slökkviliðsmanna,“ segja þeir Sigurður Þór og Jens Heiðar í tilkynningu til Skessuhorns.

Líkar þetta

Fleiri fréttir