Fréttir

Leiðtogaumræður í beinni frá Borgarbyggð í kvöld

{
  "name": "core/freeform",
  "attributes": [],
  "saveContent": "Í kvöld, miðvikudaginn 11. maí, fara fram leiðtogaumræður í Borgarbyggð í beinni útsendingu frá blikksmiðju Límtrés Vírnets í Borgarnesi. Það er Kvikmyndafjelag Borgarfjarðar sem skipuleggur viðburðinn og sendir út á kvikborg.is, en sömuleiðis hér á skessuhorn.is Í Borgarbyggð eru fjórir framboðslistar og sendir hver þeirra tvo fulltrúa. Þetta eru Framsóknarflokkur, Sjálfstæðisflokkur, sameiginlegt framboð Samfylkingar og Viðreisnar auk Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs. Spyrlar verða gömlu fréttahaukarnir; Gísli Einarsson og Magnús Magnússon. Þátturinn hefst stundvíslega klukkan 20 og er áætlað að umræðurnar taki hálfa aðra til tvær klukkustundir. Í þættinum eru einnig íbúar á förnum vegi spurðir um hvað kosningarnar snúist um að þeirra mati.\r\n\r\n<a href=\"https://www.youtube.com/watch?v=YtOy9MyAjKY\">Hér er slóðin inn á útsendinguna</a>",
  "innerBlocks": []
}
Leiðtogaumræður í beinni frá Borgarbyggð í kvöld - Skessuhorn