Guðjón Þórðarson fékk rautt spjald undir lokin gegn Völsungi. Ljósm. af

Víkingur Ó tapaði í fyrsta leik

{
  "name": "core/freeform",
  "attributes": [],
  "saveContent": "Víkingur Ólafsvík tók á móti Völsungi frá Húsavík í fyrstu umferð í 2. deild karla í knattspyrnu á laugardaginn og fór leikurinn fram á Ólafsvíkurvelli. Það byrjaði ekki vel fyrir heimamenn því á fyrstu mínútu leiksins skoraði Santiago Abalo fyrir Völsung og eftir tæplega tuttugu mínútna leik skoraði Ólafur Jóhann Steingrímsson annað mark gestanna. Víkingur náði síðan að minnka muninn í 1-2 á 33. mínútu með marki frá Mikael Hrafni Helgasyni og þannig var staðan í hálfleik.\r\n\r\nÞað var síðan Ólafur Jóhann sem tryggði sigur Völsungs fimmtán mínútum fyrir leikslok með sínu öðru marki í leiknum og Guðjón Þórðarson þjálfari Víkings fékk síðan rautt spjald mínútu fyrir lokaflautið, lokastaðan 1-3 fyrir Völsung.\r\n\r\nNæsti leikur Víkings er gegn Ægi föstudaginn 13. maí í Þorlákshöfn og hefst klukkan 19.15.",
  "innerBlocks": []
}
Víkingur Ó tapaði í fyrsta leik - Skessuhorn