
Byrjunarlið Kára gegn Sindra á laugardaginn. Ljósm. af FB síðu Kára
Kári náði jafntefli gegn Sindra
{
"name": "core/freeform",
"attributes": [],
"saveContent": "Kári lék sinn fyrsta leik í 3. deild karla í knattspyrnu í sumar þegar liðið mætti Sindra á laugardaginn og fór leikurinn fram á Sindravöllum á Höfn í Hornafirði. Það var lítið að frétta í fyrri hálfleik liðanna og staðan því markalaus í hálfleik, 0-0.\r\n\r\nTólf mínútum fyrir leikslok kom Robertas Freidgeimas heimamönnum yfir og allt útlit fyrir sigur Sindra. En þegar sex mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma fékk Kári vítaspyrnu þegar brotið var á Nikulási Ísari Bjarkasyni innan vítateigs. Fyrirliðinn Andri Júlíusson steig á punktinn og jafnaði fyrir Kára, gott stig á erfiðum útivelli hjá Káramönnum og fyrsta stig í hús staðreynd.\r\n\r\nNæsti leikur Kára er á móti KFS úr Vestmannaeyjum laugardaginn 14. maí í Akraneshöllinni og hefst klukkan 15.",
"innerBlocks": []
}