Fyrsta tap Skagaliðsins með skelli gegn Breiðabliki

{
  "name": "core/freeform",
  "attributes": [],
  "saveContent": "Eftir að hafa fengið á sig tvö mörk á fyrstu sjö mínútum leiksins áttu Skagamenn því miður aldrei möguleika í leiknum gegn Breiðablik í dag í 1:5 tapi á Akranesvelli. Eftir nokkuð góða byrjun Skagamanna í Bestu deildinni í sumar urðu þeir loks að lúta í gras. Einn sigur og tvö jafntefli; alls fimm stig, en þá var komið að skellinum.\r\n\r\nByrjun Skagamanna í leiknum gat ekki orðið verri. Strax á annarri mínútu kom Kristinn Steindórsson Blikum yfir með skoti á nærstöng. Aðeins fimm múnútum síðar skoruðu Blikar sitt annað mark þegar Ísak Snær Þorvaldsson skoraði eftir darraðadans í vítateignum. Heimamenn vöknuðu aðeins til lífsins eftir þetta og var Eyþór Wohler hársbreidd frá því að að minnka muninn þegar hann átti skalla í stöng eftir fyrirgjöf frá Jóni Gísla Eyland Gíslasyni. En á 25. mínútu bættu gestirnir úr Kópavoginum við þriðja markinu og var þar á ferðinni Ísak Snær að nýju með þrumuskoti eftir að knötturinn hrökk út til hans. Staðan 0:3 í hálfleik.\r\n\r\nUpphaf síðari hálfleiks bauð upp á litla spennu. Blikar með leikinn í höndum sér og Skagamenn ógnuðu lítið. En fjórða mark Blika leit dagsins ljós á 64. mínútu þegar Dagur Dan Þórhallsson reif boltann af Brynjari Snæ Pálssyni við vítateigslínuna og lék framhjá Árna Snæ Ólafssyni í markinu og skoraði af öryggi.\r\n\r\nÞegar um stundarfjórðungur var til leiksloka voru Skagamenn hársbreidd frá því að minnka muninn þegar Viktor Örn Margeirsson varnarmaður Blika komst fyrir fyrirgjöf frá Johannesi Vall og af honum fór boltinn í þverslána. En þremur mínútum síðar stóð Viktor Örn sig enn betur, frá sjónarhóli Skagamanna að segja. En þá sneiddi hann fyrirgjöf frá Jóni Gísla Eyland Gíslasyni í eigið mark. Algerlega óverjandi fyrir Anton Ara Einarsson í marki Blika. Breiðablik kórónaði svo yfirburði sína með fimmta markinu þremur mínútum fyrir leikslok. Var þar Anton Logi Lúðvíkssonar að verki með þrumuskoti utan vítateigs einn og óvaldaður.\r\n\r\nSkagamenn áttu því miður aldrei möguleika í þessum leik. Breiðablik hóf leikinn af miklum krafti og náðu strax undirtökunum, sem þeir létu aldrei af hendi og með sigrinum tylltu þeir sér á topp Bestu deildarinnar og hljóta að teljast mjög sigurstranglegir í mótinu með þetta gríðarlega öfluga lið.\r\n\r\nSkagamenn verða að rífa sig upp eftir þennan skell. Þeir eiga örugglega meira inni en þeir sýndu á laugardaginn.\r\n\r\nJón Þór Hauksson sagði í viðtölum eftir leikinn að hann væri að sjálfsögðu svekktur yfir úrslitum leiksins og það það fá á sig þrjú mörk á fyrstu 25 mínútunum hafi slegið þá út af laginu. En nú væri bara að sýna karakter og standa saman og svara þessu strax í næstu leikjum.",
  "innerBlocks": []
}
Fyrsta tap Skagaliðsins með skelli gegn Breiðabliki - Skessuhorn