
Þórarinn með verðlaunin. Ljósm. aðsend.
Þórarinn Jónsson vinnur til evrópskra ljósmyndaverðlauna
{ "name": "core/freeform", "attributes": [], "saveContent": "Í lok apríl var viðtal í Skessuhorni við Þórarinn Jónsson ljósmyndara sem býr á Akranesi og rekur ferðaþjónustufyrirtækið Thor Photography. Nú í byrjun maí vann Þórarinn til fyrstu verðlauna í alþjóðlegri ljósmyndasamkeppni samtaka Evrópskra ljósmyndara (Federation of European Professional Photographers). Þórarinn fékk verðlaun fyrir þrjár myndir í flokki landslagsljósmynda, en um 2600 myndir bárust til keppninnar í heild frá ljósmyndurum í 26 löndum. Verðlaunin nefnast á ensku FEP Awards og voru afhent 1. maí síðastliðinn í Róm.\r\n\r\n[caption id=\"attachment_53084\" align=\"alignnone\" width=\"240\"]<img class=\"wp-image-53084 size-medium\" src=\"https://skessuhorn.is/wp-content/uploads/2022/05/THorarinn-Jonsson-med-verdlaunamyndir_1-600x750.jpg\" alt=\"\" width=\"240\" height=\"300\" /> Ein af myndunum sem Þórarinn hlýtur verðlaun FEP Awards fyrir. Tekin í gosinu í Geldingadölum.[/caption]", "innerBlocks": [] }