Eva Karen, til vinstri, og Berglind Ósk.

Unnu til gull- og silfur verðlauna á Íslandsmótinu í fitness

{
  "name": "core/freeform",
  "attributes": [],
  "saveContent": "Íslandsmótið í fitness, IFBB, var haldið í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri 22. apríl síðastliðinn. Alls stigu 42 keppendur á svið og var keppnin jöfn og hörð í mörgum flokkum. Keppt var í módelfitness, fitness karla og kvenna, vaxtarrækt, sportfitness og wellness.\r\n\r\nTvær borgfiskar konur skelltu sér norður og tóku þátt í mótinu og stóðu sig með prýði. Eva Karen Þórðardóttir kom heim með Íslandsmeistaratitilinn í 35 ára og eldri flokki í módelfitness og Berglind Ósk Guðjónsdóttir tók annað sætið í sama flokki. Einnig stóðu þær sig með ágætum í byrjendaflokki en þar varð Berglind í 6. sæti og Eva Karen í 4. sæti. „Stærsti sigurinn hjá okkur var samt að ná að æfa og komast á svið því það var stóra markmiðið. Við tókum þá ákvörðun að æfa fyrir mótið og stefna á að keppa um áramótin og tók þá við heljarinnar keppnisplan. Við skráðum okkur í þjálfun hjá Jóhanni Nordfjord sem er reyndur fitnessþjálfari og hófum æfingaferlið,“ segir Eva Karen.\r\n\r\nÞær Berglind og Eva æfðu að mestu í Heilsuhofi í Reykholtsdal og tóku brennsluæfingar á hjólinu inni í stofu eða út í náttúrunni. „Í aðdraganda svona keppni þarf yfirleitt að æfa tvisvar á dag. Að fara í svona keppni krefst skipulags og ákveðni. Æfingaaðstaðan þarf ekki að vera flókin eða stór, heldur þarf að setja sjálfan sig framar í röðina í hinu daglega amstri. Við lærðum að það er allt hægt ef viljinn er fyrir hendi og þegar maður hefur frábæran æfingafélaga sér við hlið,“ sögðu þær Eva Karen og Berglind.",
  "innerBlocks": []
}