Fréttir
Hér er hálft stafrófið í húfi, enda mynd frá kjörklefa á höfuðborgarsvæðinu. Ljósm. af ruv.is

Hljóðið í stimplinum gerir kosninguna ekki lengur leynilega

{
  "name": "core/freeform",
  "attributes": [],
  "saveContent": "Einstaklingur sem ekki verður heima á kjördag 14. maí næstkomandi gerði sér ferð í vikunni sem leið og kaus utan kjörfundar hjá sýslumanni hér á Vesturlandi. Sagði hann að framkvæmd utankjörstaðar kosningarinnar hafi verið ágæt, nema að einu leyti. „Boðið er uppá stimpil með bókstöfum flokkanna. Það heyrist greinilega þegar stimpillinn er notaður. Þar með er kosningin aðeins að hluta til leynileg því það að skila auðu er einnig afstaða; þýðir að kjósandinn er óánægður með þá lista sem í boði eru. Líklega ætti að sleppa þessum stimplum,“ sagði þessi einstaklingur sem við nefnum ekki, enda værum við þá um leið að upplýsa að hann kaus þrátt fyrir allt með tilheyrandi hljóði í stimplinum.\r\n\r\nÞessu atriði er hér með komið á framfæri til sýslumanna. Vel væri hægt að bjóða upp á stimpla með lausum stimpilpúðum, en með þeim er hægt að framkvæma kosningu afar hljóðlega og án þess að afstaða kjósandans heyrðist utan kjörklefans.",
  "innerBlocks": []
}
Hljóðið í stimplinum gerir kosninguna ekki lengur leynilega - Skessuhorn